Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
31

Syndum formlega sett í Ásvallalaug

31.10.2025

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)  og Sundsamband Íslands vilja vekja athygli á að Syndum – landsátak í sundi verður sett í fimmta sinn með formlegum hætti mánudaginn 3. nóvember kl. 16:30 í Ásvallalaug. 

Ávörp flytja: 
- Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ 
- Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands 
- Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar  

Að loknum ávörpum munu börn frá Sundfélagi Hafnarfjarðar synda átakið af stað. 

Syndum er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Í fyrra náðu landsmenn að synda samtals 31.271 km sem gera nærri 24 hringir í kringum landið.         

Syndum er viðburður innan Íþróttaviku Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er tilvalin þjálfunaraðferð sem styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Einnig er sund frábær og skemmtileg tómstundaiðja sem öll fjölskyldan getur stundað saman. 

Syndum saman í kringum Ísland
Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á forsíðu www.syndum.is. Þar verður einnig hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland. Á síðunni má jafnframt finna skemmtilegan fróðleik og upplýsingar um allar sundlaugar landsins.

   Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Lindu Laufdal, sérfræðing á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ á netfangið linda@isi.is eða í s. 5144016 / 8430645