Valgeir endurkjörinn forseti Evrópska keilusambandsins
27.10.2025
Valgeir Guðbjartsson var í gær endurkjörinn forseti Evrópska keilusambandsins (European Bowling Federation - EFB) en kosningin fór fram á ársþingi EFB í Vínarborg. Þingið sóttu Valgerður Rún Benediktsdóttir, formaður Keilusambandsins, og Þórarinn Már Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Keilusambandsins.
Valgeir hefur gegnt embætti forseta EFB frá 2023 en hann hefur um árabil unnið ötult starf á Íslandi sem og á erlendum vettvangi í eflingu og þróun keiluíþróttarinnar.