Afreksbraut FVA heimsótti Afreksmiðstöð Íslands
27.10.2025
Síðastliðinn fimmtudag heimsóttu nemendur á afreksbraut við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi höfuðstöðvar ÍSÍ og fengu kynningu frá starfsfólki Afreksmiðstöðvar Íslands á starfsemi Afreksmiðstöðvarinnar (AMÍ).
Hópurinn samanstóð af 60 áhugasömum nemendum sem stunda afreksíþróttir og eru hluti af sérstöku afrekssniði skólans. Við heimsóknina tók Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri Afreksmiðstöðvar Íslands, á móti hópnum og hélt fróðlega kynningu um starfsemi miðstöðvarinnar. Hún fór yfir hlutverk AMÍ í stuðningi við afreksíþróttafólk, samstarf við sérsambönd og hvernig miðstöðin mun vinna með fagteymum varðandi næringu, sálfræði, styrktarþjálfun, mælingar og meðhöndlun.
