Málþing Forvarnarmánaðarins 2025

Málþing Forvarnarmánaðarins 2025 verður haldið fimmtudaginn 30. október kl. 9:00 - 12:00 í Félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ. Öll eru velkomin og þá verður málþingið einnig í streymi.
Dagskrá málþingsins:
9:00 Opnunarerindi og umræður
María Heimisdóttir, landlæknir
Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ
09:45 Að vera af erlendum uppruna í íslensku samfélagi
Oksana Shabatura, brúarsmiður Miðju máls og læsis
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar
10:10 Starf byggt á bestu þekkingu – gögn og gott starf
Lýðheilsuvísar og alþjóðlegir staðlar um vímuefnaforvarnir - Ösp Árnadóttir, verkefnastjóri hjá embætti landlæknis
Ofbeldi meðal og gegn börnum - hvað segja gögnin? - Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðarhóps vegna ofbeldis meðal og gegn börnum
10:35 Stafrænt umhverfi og markaðssetning gagnvart börnum og ungmennum
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri embætti landlæknis
10:55 Hlé
11:15 Riddarar kærleikans - hvað segja ungmennin?
Embla Bachmann og Kári Einarsson
11:25 Markvisst forvarnastarf í heimabyggð
Börnin okkar, 27 aðgerðir - Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Öruggara Norðurland vestra, Ásdís Ýr Arnardóttir, verkefnastjóri
11:50 Lýðheilsuáskoranir og lýðheilsuáætlanir samfélaga
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri embætti landlæknis
12:00 Lok málþings
Fundarstjóri er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis
Vinsamlegast skráið ykkur hér : https://forms.gle/rJt8RAcPvZoxJJJL6
Hlekkur á streymi verður settur inn í viðburðinn og inn á vef Forvarnardagsins í vikunni. www.forvarnardagurinn.is