Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
16

Öryggi barna í forgangi við íþróttamót

16.10.2025

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samgöngustofa hafa sent út sameiginlegt erindi til íþróttahreyfingarinnar þar sem vakin er athygli á öryggisþáttum tengdum umferð í tengslum við barnaíþróttamót.
Í erindinu er lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að mótshaldarar, íþróttafélög og foreldrar hugi að aðstæðum á mótsstað, sérstaklega þegar kemur að veðri og færð. Mikilvægt er að allar ákvarðanir séu teknar með öryggi barna að leiðarljósi, bæði hvað varðar akstur og skipulagningu móta.
Markmiðið er að stuðla að öruggu og skipulögðu umhverfi þar sem þátttakendur, áhorfendur og starfsfólk geta notið samveru og íþrótta án óþarfa áhættu í umferðinni.

Hér má sjá bréfið sem var sent út