Gísli nýr formaður Skíðasambands Íslands

Skíðasamband Íslands hélt sitt 76. skíðaþing um síðustu helgi. Þar var Gísli Reynisson kjörinn nýr formaður Skíðasambandsins til næstu tveggja ára. Gísli hefur undanfarin ár setið í stjórn SKÍ sem gjaldkeri. Meðstjórnendur í stjórn Skíðasambandsins eru þau Fjalar Úlfarsson, varaformaður, Ásgerður Þorleifsdóttir, gjaldkeri, og Hugrún Elvarsdóttir, ritari. Fjalar og Ásgerður koma ný inn í stjórnina. Þá var Ólafur Björnsson kjörinn formaður gönguskíðanefndar.
Nánari umfjöllun um þingið má finna hér: Skíðasamband Íslands hélt sitt 76. Skíðaþing um liðna helgi | Skíðasamband Íslands