Þrír skólar dregnir út í Ólympíuhlaupi ÍSÍ
.jpg?proc=400x400)
Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hver skóli sem tekur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ fær viðurkenningu þar sem fram kemur hversu margir nemendur tóku þátt og heildarfjöldi kílómetra sem nemendur lögðu að baki. Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
Þrír skólar voru dregnir út sem lokið hafa hlaupinu og skilað inn upplýsingum til ÍSÍ fyrir 10. október. Hver þeirra hlýtur 150.000 kr. Inneign í Altis, en Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Þessir skólar eru:
Grunnskólinn í Þorlákshöfn
Skarðshlíðarskóli
Húnaskóli
Til hamingju!
Samstarfsaðilar Ólympíuhlaups ÍSÍ eru Mjólkursamsalan sem hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala frá upphafi og gefið nemendum þess skóla sem opnar hlaupið kókómjólk, og Íþrótta-og heilsufræðingafélag Íslands.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna, en bendir jafnframt á að enn er hægt að hlaupa og fá viðurkenningarskjal þó að búið sé að draga út vinningana.