Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ný heimasíða svæðisstöðva íþróttahéraðanna

15.10.2025

 

Svæðisstöðvar íþróttahéraðanna, sem eru samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ, eru nú komnar með heimasíðu þar sem finna má hinar ýmsu upplýsingar og verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna.

Svæðisstöðvarnar eru átta talsins og er markmið þeirra að vinna náið með íþróttahéruðum að eflingu íþróttastarfs um allt land, að innleiða stefnu og markmið íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda í íþróttamálum og auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum. Þar er sérstaklega horft til þess að auka þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. 

Horft er til þess að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Með sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land aukist skilvirkni innan hreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. Einnig að styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsælda barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar.

Svæðisstöðvar Íþróttahéraða

Meðfylgjandi myndir eru frá vinnudegi svæðisfulltrúa svæðisstöðvanna sem haldinn var í Reykjavík í september. 
Myndir/Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, UMFÍ

Myndir með frétt