Virkniþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur

Þingið er viðburður í Íþróttaviku Evrópu #BeActive.
Á dagskrá voru áhugaverð erindi og kynningar á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu fyrir eldra fólk í Reykjavík.
Meðal framsögumanna voru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ og Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur. Auður Harpa danskennari endaði formlega dagskrá á gleðilegum nótum og fékk gesti til að dansa sig inn í helgina.
Eftir formlega dagskrá fengu gestir tækifæri til að kynna sér fjölbreytta vetrardagskrá félagsmiðstöðva, samfélagshúsa, íþróttafélaga, bókasafna og annarra aðila og prófuðu meðal annars farþegahjól á staðnum.
Boðið var upp á kaffi og bakkelsi og var þátttaka mjög góð. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og lagði sitt af mörkum til að hvetja eldra fólk til virkni, samveru og bættrar heilsu.