Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Virkniþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur

19.09.2025Í dag fór fram Virkniþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Þingið er viðburður í Íþróttaviku Evrópu #BeActive.

Á dagskrá voru áhugaverð erindi og kynningar á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu fyrir eldra fólk í Reykjavík.
Meðal framsögumanna voru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ og Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur. Auður Harpa danskennari endaði formlega dagskrá á gleðilegum nótum og fékk gesti til að dansa sig inn í helgina.

Eftir formlega dagskrá fengu gestir tækifæri til að kynna sér fjölbreytta vetrardagskrá félagsmiðstöðva, samfélagshúsa, íþróttafélaga, bókasafna og annarra aðila og prófuðu meðal annars farþegahjól á staðnum.

Boðið var upp á kaffi og bakkelsi og var þátttaka mjög góð. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og lagði sitt af mörkum til að hvetja eldra fólk til virkni, samveru og bættrar heilsu.

Myndir með frétt