Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ólafur Þór heiðraður með silfurmerki ÍSÍ

15.09.2025

 

Ólafur Þór Ólafsson, fráfrandi formaður Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, var sæmdur Silfurmerki ÍSÍ á 90 ára afmælishátið Reynis en félagið fagnar í dag 90 ára afmæli.

Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ, sæmdi Ólaf Þór Silfurmerkinu.

Ólafur Þór hefur lengi verið í leiðtogastörfum fyrir Knattspyrnufélagið Reyni í Sandgerði. Hann hefur m.a. sinnt formannsembættinu tvisvar, í samtals um áratug. Einnig hefur hann komið að stuðningi við íþróttastarfið í Sandgerði og víðar í störfum sínum sem bæjarfulltrúi í Sandgerði og Suðurnesjabæ.

Ljósmyndari/France Jón