Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð

Opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Þetta er þriðji umsóknarfrestur ársins.
Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Sérstök áhersla er á verkefni sem tengjast börnum með fatlanir, börnum frá tekjulægri heimilum og börnum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.
Í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar geta eftirtaldir aðilar innan ÍSÍ og UMFÍ sótt um:
1) íþróttahéruð
2) íþróttafélög og/eða deildir þeirra
3) sérsambönd í samstarfi við íþróttahéruð, félög og/eða deildir félaga.
Frestur til að skila inn umsóknum er til og með til miðnættis 15. október næstkomandi.
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er sjóður á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytis.
Hvað styrkir sjóðurinn?
Hvatasjóðurinn veitir styrki til verkefna sem:
• Auka útbreiðslu og þátttöku barna í íþróttum
• Efla þátttöku barna með fötlun
• Efla þátttöku barna frá tekjulægri heimilum
• Efla þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Hvað skal umsóknin innihalda?
Í umsókn skal meðal annars tilgreina:
• Lýsingu á verkefninu og markmiðum þess
• Rökstuðning fyrir áhrifum verkefnisins á viðkomandi svæði
• Tíma- og verkáætlun
• Fjárhagsáætlun verkefnisins
Hér er hægt að senda inn umsókn!
Stuðlaðu að aukinni þátttöku allra barna í íþróttum – sæktu um í dag!
Hér má finna úthlutunarreglur sjóðsins!