Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Fundur forseta ÍSÍ og ráðherra íþróttamála

27.08.2025

 

Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ fundaði með Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra 22. ágúst sl. í höfuðstöðvum ÍSÍ en málefni íþrótta í landinu heyra einmitt undir mennta- og barnamálaráðuneytið.

Var þetta fyrsti formlegi fundur forseta ÍSÍ og ráðherra íþróttamála frá því að þeir tóku við sínum embættum fyrr á árinu. Mennta- og barnamálaráðuneyti og ÍSÍ eiga í miklu og góðu samstarfi og var á fundinum farið yfir þá þætti er lúta að helstu verkefnum og áherslum næstu mánuðina.

Í för með ráðherra voru Óskar Þór Ármannsson teymisstjóri og Örvar Ólafsson sérfræðingur en auk Willums sátu fundinn Hafsteinn Pálsson, Sigurjón Sigurðsson, Kári Mímisson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs ÍSÍ.

Myndir með frétt