Fundur forseta ÍSÍ og ráðherra íþróttamála

Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ fundaði með Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra 22. ágúst sl. í höfuðstöðvum ÍSÍ en málefni íþrótta í landinu heyra einmitt undir mennta- og barnamálaráðuneytið.
Var þetta fyrsti formlegi fundur forseta ÍSÍ og ráðherra íþróttamála frá því að þeir tóku við sínum embættum fyrr á árinu. Mennta- og barnamálaráðuneyti og ÍSÍ eiga í miklu og góðu samstarfi og var á fundinum farið yfir þá þætti er lúta að helstu verkefnum og áherslum næstu mánuðina.Í för með ráðherra voru Óskar Þór Ármannsson teymisstjóri og Örvar Ólafsson sérfræðingur en auk Willums sátu fundinn Hafsteinn Pálsson, Sigurjón Sigurðsson, Kári Mímisson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs ÍSÍ.