Höskuldur Goði heiðraður með Heiðurskrossi ÍSÍ

Höskuldur Goði Karlsson fékk nýverið afhentan Heiðurskross ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu íþróttahreyfingarinnar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hafði fyrir þó nokkru ákveðið að heiðra Höskuld Goða fyrir sitt ómetanlega og langvarandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar en þar sem hann átti ekki heimangengt á ársþing ÍSÍ í maí fór afhendingin fram á heimili Höskuldar á dögunum.
Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ og fulltrúi í framkvæmdastjórn, Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, heimsóttu Höskuld og afhentu honum Heiðurskrossinn að fjölskyldunni viðstaddri.
Höskuldur er íslensku frjálsíþróttafólki vel kunnugur en eftir farsælan keppnisferil varð hann afar virkur leiðtogi innan hreyfingarinar. Hann sat í stjórn Frjálsíþróttsambandsins frá 1959-1965, rak sumaríþróttaskóla með Vilhjálmi Einarssyni 1960-1970, var forstöðumaður íþróttamiðstöðvar ÍSÍ að Laugarvatni 1967-1974 og erindreki á vegum ÍSÍ og fór um landið til að huga að útbreiðsluþörf fyrir íþróttir. Höskuldur var sæmdur gullmerki FRÍ 1964 og gullmerki ÍSÍ árið 1981. Hann var gerður að heiðursfélaga FRÍ árið 2018.
ÍSÍ óskar Höskuldi Goða til hamingju með heiðursnafnbótina.