Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
26

Lýðheilsan að veði?

25.07.2025

 

Á dögunum birtist grein á visir.is eftir forseta ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, þar sem hann vekur máls á þeim vanda sem snýr að íþróttaveðmálum og þá sérstaklega áhrifum þeirra á ungt fólk á Íslandi.

Tilgangur skrifa hans er að vekja athygli á þessu málefni, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Hægt er að lesa greinina hér á visir.is en ljóst er að forseti ÍSÍ leggur upp með að sem flestir taki umræðuna og vinni að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla.