Fjórði keppnisdagur í Skopje

Tíminn flýgur áfram hér í Skopje og hátíðin hálfnuð. Í dag fór fram keppni í júdó og badminton
Jónas (-73 kg.) hóf leikinn og keppti við Jan Klimsa frá Tékklandi. Helena (-63 kg.) keppti við Grace Storm frá Þýskalandi. Þau töpuðu bæði sínum viðureignum og hafa lokið keppni. Þau mega vera stolt af sinni frammistöðu.
Í tvíliðaleik í badminton kepptu Óðinn og Iðunn við Búlgaríu. Þau töpuðu fyrir ofursterku pari 2:0
Til stóð að tveir ungir menn úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Hrafnkell Steinarr Ingvason og Þorvaldur Atli Björgvinsson, myndu keppa í götuhjólreiðum fyrir Íslands hönd á þessum fjórða keppnisdegi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF) í Kumanovo.
Á æfingu daginn fyrir keppni í götuhjólreiðum urðu þeir fyrir óhappi. Keyrt var á þá og hlutu þeir þannig áverka að þeir þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsi í Kumanovo. Líðan strákanna er eftir atvikum góð en kom þrátt fyrir það í veg fyrir að þeir gátu tekið þátt í keppninni í götuhjólreiðum.
ÍSÍ harmar mjög þetta atvik og gerir allt til að tryggja líkamlega og andlega velferð þeirra.
Dagskráin á morgun
09:00 Tugþraut 100m (KK)
09:30 Júdó +90 (KK)
09:50 Tugþraut langstökk (KK)
11:05 Tugþraut kúluvarp (KK)
16:00 Handbolti, Undanúrslit (KK)
Ísland - Ungverjaland
16:00 Handbolti, Undanúrslit (KvK)
Þýskaland - Ísland
16:30 Spjótkast (KVK)
17:00 Tugþraut hástökk (KK)
19:05 Tugþraut 400m (KK)