Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
25

Þriðji keppnisdagur í Skopje

23.07.2025

Þriðja keppnisdegi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF) er lokið.

Það var nóg um að vera í dag. Keppt var í borðtennis, júdó, fimleikum og handbolta

Eyja Viborg júdókona hóf daginn með keppni við Daria Jovanova frá Norður Makedóníu. Eyja gerði sér lítið fyrir og vann Daria á ipponi. Seinni andstæðingur Eyju var hin sænska Sofia Cordova þar sem Eyja laut í lægra haldi. 

Guðbjörg Vala keppti við Nina Skerbinz og Kristján Ágúst keppti við Patryk Zyworonek frá Pólandi. Þau töpuði bæði fyrir mjög sterkum andræðingum. Þau áttu svo tvenndarleik seinnipartinn við Nikolova/Bonchev en lutu í lægra haldi.

Keppni í áhaldafimleikum stúlkna hófst í dag.
Rakel Sara Pétursdóttir lenti í 50. sæti á tvíslá, 77. sæti á jafnvægisslá, 26. sæti í stökki og .
Sigurrós Ásta Þórisdóttir lenti í 55. sæti á tvíslá, 81. sæti á jafnvægisslá og 37. sæti í gólfæfingum 43. sæti í gólfæfingum. 
Kolbrun Eva Hólmarsdóttir lenti í 66. sæti á tvíslá, 72, sæti á jafnvægisslá, 39. sæti í stökki og 43. sæti í gólfæfingum. Fimleikastúlkurnar lentu í 21. sæti af 33. Fimleikahópurinn hefur þá lokið keppni.

Drengirnir í U17 landsliðinu í handknattleik mætti Norður- Makedóníu í lokaleiknum í riðlakeppni. Það var öruggur sigur og fór leikurinn, 35-26. Stúlkurnar í U17 landsliðinu í handknattleik töpuðu fyrir öflugum Svisslendingum í dag, 36-27. Bæði liðin eru búin að leika sig inn í úrslit. Riðlakeppni er lokið og leikir í undanúrslitum fara fram á föstudaginn.

Í kvöld stóðu keppendur í handknattleik fyrir spurningarkeppni þar sem íslensku keppendurnir í hinum íþróttagreinunum tóku þátt. Í boði var snarl og verðlaun. Skemmtikvöldið tókst virkilega vel og fóru allir glaðir að sofa eftir viðburðaríkann dag. 

Keppnisdagskráin á morgun, fimmtudag, er eftirfarandi:

09:30 Júdó (-73, kk)
10:00 Júdó (-63, KVK)
12:00 Badminton - tvenndarleikur

Hægt er að fylgjast með í beinu streymi á EOCTV.org og ANOC TV

 

Myndir með frétt