Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
23

Annar keppnisdagur í Skopje

22.07.2025

Öðrum keppnisdegi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF) er lokið. Mikill hiti hefur verið í Skopje og mældist hitinn yfir 40 gráður og virðist mikill hiti verða viðvarandi næstu daga. Mótshaldarar hafa gefið út sérstaka hitaviðvörun vegna aðstæðna. Hitinn hefur gert það að verkum að dagskrá hefur aðeins hliðrast til en til dæmis þurfti að taka rafmagnið af í íþróttahúsinu sem badmintonkeppnin fór fram í 15 mínútur á meðan settir voru upp öflugar kæliviftur.

Í dag var keppt í badminton, borðtennis, áhaldafimleikum, tímatöku í hjólreiðum og handknattleik stúlkna og drengja.

Tímataka í 10km í götuhjólreiðum fór fram í miklum hita í Kumanovo, hitamælir sýndi 38 gráður. Hrafnkell Steinarr lenti í 82. sæti á tímanum 14:22,0 og Þorvaldur Atli lenti í 93. sæti með tímann 14:52,7 af 98 keppendum. Þess má geta að besti tíminn var 12:22,6

Í badmonton keppti Iðunn á móti Sara Llopis Marco frá Spáni og Margherita Tognetti frá Ítalíu. Iðunn tapaði báðum leikjum. Óðinn keppti við Vedan Stefanovski frá Norður Makedóníu og Karl Mattias Pedai frá Eistlandi. Óðinn tapaði báðum leikjum. Iðunn og Óðinn hafa þá lokið keppni í einliðaleik en keppa í tvíliðaleik á fimmtudaginn. 

Keppni í áhaldafimleikum drengja hófst í dag. Kári Pálmason endaði í 40. sæti í gólfæfingum, 41. sæti á bogahesti, 61. sæti í hringjum, 36. sæti í stökki, 31 sæti í tvíslá og 64. sæti í svifrá. Þorsteinn Orri Ólafsson endaði í 48. sæti í gólfæfingum, 52. sæti á bogahesti,  67. sæti í hringjum, 64. sæti í stökki, 41. sæti á tvíslá og 61. sæti í svifrá. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og hafa lokið keppni. Fimleikastúlkurnar hefja leik á morgun.

U17 handknattleikslið drengja spilaði sinn annan leik í riðlinum í dag á móti Króatíu. Strákarnir unnu frækilegan sigur, 35-21. Á morgun eiga þeir leik við Norður Makedóníu kl. 18:15.
U17 handknattleikslið stúlkna átt leik við Noreg sem var hörkuspennandi. Stelpurnar sigruðu 30 - 25. Frábærir tveir leikir búnir og liðsheildin geggjuð.

Í borðtennis keppti Kristján við Nikoloz Chkhartishvili frá Georgíu og Vala keppti við Varvara Zaitsava. Þau töpuðu bæði sínum leikjum. Þau keppa aftur á morgun. Kristján á sinn fyrsta leik kl. 10:10 og Vala kl. 14:50

ÍSÍ gæti ekki verið stoltari af bæði frammistöðu og leikprýði keppenda, virkilega flott íþróttafólk sem keppir fyrir hönd Íslands.

Dagskrá 23. júlí

10:10 og 16:50 Borðtennis - einliðaleikur (kk)
10:30 Júdó (-52, kvk)
12:30 Fimleikar (kvk)
14:50 Borðtennis einliðaleikur (kVk)
18:15 Ísland - Sviss (kvk)
18:15 Norður Makedónía - Ísland (kk)

Myndir með frétt