Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
21

Setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar 2025

21.07.2025Setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld, sunnudaginn 20. júlí í Skopje, Norður Makedóníu.

Fánaberar Íslands voru þau Laufey Helga Óskarsdóttir sem er keppandi í handknattleik og Kristján Ágúst Ármannsson sem er keppandi í borðtennis. Fulltrúar Íslands eru bæði að keppa á EYOF í fyrsta skipti.

Setningarhátíðin hófst þegar þátttakendur leikana gengu fylktu liði inn í Jane Sandasnki. Dagskráin var hin glæsilegasta þar sem fremsta tónlistar- og listafólk Norður Makedóníu skemmti þátttakendum og gestum. Spyros Capralos, forseti Evrópsku Ólympíunefndarinnar, ávarpaði viðstadda og undirstrikaði mikilvægi hátíðarinnar fyrir íþróttir og menningarleg tengsl ungs fólks. Hátíðin ver formlega opnuð af forseta Norður-Makedóníu, frú Gordönu Siljanovska Davkova. Glæsileg skemmtidagskrá listafólks endurspeglaði kraft og fjölbreytileika evrópskrar æsku.

Fyrir áhugasama má fylgjast með leikunum í beinu streymi hér

Myndir með frétt