Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
22

Fyrsta keppnisdegi EYOF í SKopje lokið

21.07.2025

Fyrsta keppnisdegi Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar (EYOF í Skopje) er lokið.

Dagurinn hófst og endaði á keppni frjálsíþróttum.
Patrekur Ómar Haraldsson keppti í 800m hlaupi í morgunsárið og kom í mark á tímanum 2:01.76. Benedikt Gunnar Jónsson, kúluvarpari endaði svo daginn og kastaði kúlunni 17.48m, hann lenti í 9. sæti.

Í einliðaleik kvenna í badminton keppti Iðunn Jakobsdóttir við Ela Bieleschova og Teodora Latas. Iðunn tapaði báðum leikjum. Í einliðaleik karla keppti Óðinn Magnússon við Tim Bregar og Daniel Leonovic. Óðinn tapaði báðum leikjum.

Handknattleikslið drengja (U17) og handknattleikslið stúlkna (U17) hófu sinn fyrsta leik í riðlunum. Drengjaliðið keppti á móti Spán og vann stórsigur, 31-19. Stúlknaliðið vann einnig glæisilegan sigur á móti Norður Makedóníu 29-22. Báðir leikirnir voru hörkuspennandi.

Dagskrá 22. júlí 

kl. 11:00:30 og 11:19:30 Hjólreiðar - TT start (kk)
kl. 11:30 og 18:10 Borðtennis, einliðaleikur (KVK)
kl. 13:30 Borðtennis, einliðaleikur (KK)
kl. 11:00 og 15:00 Badminton, einliðaleikur (kvk)
kl. 14:00 og 16:30 Badminton, einliðaleikur (kk)
kl. 16:00 Handbolti, Ísland-Króatía (KK)
kl. 18:15 Handbolti, Noregur-Ísland kl. 18:15 (kvk)
kl. 16:45 Áhaldafimleikar (kk)

Íslensku keppendurnir eru til mikillar fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Myndir með frétt