Allir þátttakendur Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar komnir til Skopje

Nú eru allir þátttakendur komnir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Skopje í Norður Makedóníu, þar sem æfingar eru hafnar fyrir keppni sem hefst mánudaginn 21. júlí.
Fyrir suma þátttakendur hefur ferðin verið löng og krefjandi, en gleðin og eftirvæntingin liggur í loftinu.
Opnunarhátíðin fer fram sunnudaginn, 20, júlí, og nokkuð víst að þar verður öllu til tjaldað. Hægt verður að fylgjast með opnunarhátíð og keppninni í heild á EOCTV.org og ANOC.TV Þess má geta að keppni í fimleikum fer fram í Osijek í Króatíu og götuhjólreiðarnar fara fram í Kumanovo í Norður Makedóniu.
Á EYOF keppir efnilegasta íþróttafólk í Evrópu á aldrinum 14 til 18 ára og spennandi keppnisdagar framundann.
Úrslit má hér