Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.05.2025 - 22.05.2025

Ársþing HSV 2025

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27.05.2025 - 27.05.2025

Ársþing ÍBH 2025

Ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar(ÍBH)...
21

Fráfarandi stjórnarmenn í framkvæmdsatjórn ÍSÍ heiðraðir

21.05.2025

 

Í lok 77. íþróttaþings ÍSÍ þann 17. maí sl. voru veittar heiðursviðurkenningar til þriggja fráfarandi stjórnarmanna í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Hörður Þorsteinsson fráfarandi gjaldkeri var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ. Hörður var um langt árabil framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands en hann var einnig formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar um árabil. Hörður sat í framkvæmdastjórn ÍSÍ í fjögur ár og þarf sem gjaldkeri framkvæmdastjórnar í tvö ár.

Úlfur H. Hróbjartsson var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ. Úlfur var formaður Siglingasambandsins í níu ár og sat í framkvæmdastjórn ÍSÍ frá árinu 2017. Hann hefur einnig setið í ýmsum nefndum World Sailing.

Garðar Svansson var sæmdur gullmerki ÍSÍ en Garðar hefur verið virkur leiðtogi innan íþróttahreyfingarinnar um 30 ára skeið. Hann hefur gegnt ýmsum embættum innan stjórnar Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH), meðal annars formannsembættinu. Garðar var fyrst kjörinn í varastjórn ÍSÍ árið 2011 og var svo kjörinn í framkvæmdastjórn árið 2013 og átt sæti þar síðan. Hann sat einnig í stjórn UMFÍ um tíma.

ÍSÍ óskar heiðurshöfunum innilega til hamingju og þakkar um leið fyrir gott samstarf.