Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.05.2025 - 22.05.2025

Ársþing HSV 2025

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27.05.2025 - 27.05.2025

Ársþing ÍBH 2025

Ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar(ÍBH)...
21

Sigurður nýr framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands

20.05.2025

 

Sigurður Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands. Hann tekur strax til starfa. Jónas Egilsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, gerði samkomulag við SKÍ um starfslok nú á dögunum og mun hann vinna með Sigurði og vera honum til aðstoðar fram eftir sumri.

Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands. Þar segir einnig:

Á þessum tímamótum vill Skíðasamband Íslands þakka Jónasi Egilssyni fyrir gott og traust samstarf á liðnum árum og ósk um velgengni á nýjum vettvangi framundan. Jónas tók við sem framkvæmdastjóri á umrótstíma í lok Covid og hefur leyst sín verkefni af kostgæfni. Sigurður Hauksson er mörgum kunnugur innan skíðahreyfingarinnar sem fyrrum keppnismaður í alpagreinum. Hann útskrifaðist árið 2015 sem stúdent frá NTG skíðamenntaskólanum í Bærum í Noregi og lauk B.s. í viðskiptafræði frá skíðaháskólanum Colorado Mountain College árið 2019. Fyrir utan tilfallandi störf í Noregi og USA þá var Sigurður framkvæmdastjóri Skíðasvæðis Tindastóls á Sauðárkróki árin 2020 – 2025.