Engar breytingar á stjórn ÍSS

26. skautaþing Skautasambands Íslands (ÍSS) fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 18. maí. Þingið var vel sótt, þingfulltrúar voru 17 frá fjórum aðildarfélögum og auk þeirra var öðrum gestum boðið að sitja þingið.
Þingforseti var María Fortescue, framkvæmdastjóri ÍSS. Fyrir hönd ÍSÍ mættu Willum Þór Þórsson, nýkjörin forseti ÍSÍ, í sinni fyrstu heimsókn eftir íþróttaþing ÍSÍ. ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ.
Þóra Gunnarsdóttir hélt ávarp um Evrópuráðstefnu skautahlaups sem hún sótti fyrir ÍSS ásamt því að María Fortescue kynnti nýútgefna handbók félaganna. Kosið var til formanns, tvo aðalmenn í stjórn ásamt varamanni. Allir í framboði sóttust eftir endurkjöri og voru sjálfkjörnir.
Stjórn ÍSS er nú svo skipuð: Svava Hróðný Jónsdóttir, formaður, Ingibjörg Pálsdóttir, Þóra Sigríður Torfadóttir, Anna Kristín Jeppesen, Rakel Hákonardóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Aldís Lilja Sigurðardóttir.