Willum Þór nýr forseti ÍSÍ

Á 77. íþróttaþingi ÍSÍ var Willum Þór Þórsson kjörinn nýr forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
145 voru á kjörskrá og voru fimm í framboði til forseta ÍSÍ; Valdimar Leó Friðriksson, Magnús Ragnarsson, Olga Bjarnadóttir, Willum Þór Þórsson og Brynjar Karl Sigurðsson.
Willum Þór fékk afgerandi kosningu en af 145 atkvæðum fékk hann 109. Willum Þór er því réttkjörinn forseti ÍSÍ til næstu fjögurra ára og tekur við af Lárusi Blöndal að íþróttaþingi loknu.