Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.05.2025 - 22.05.2025

Ársþing HSV 2025

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
17

Lárus Blöndal kjörinn heiðursforseti ÍSÍ

17.05.2025

 

Fráfarandi forseti ÍSÍ, Lárus Blöndal, var í dag kjörinn heiðursforseti ÍSÍ. Hann er sá þriðji sem hlýtur heiðursnafnbótina. Lárus var forseti ÍSÍ frá árinu 2013 og þar til loka 77. íþróttaþings, en Willum Þór Þórsson var í dag kjörinn nýr forseti ÍSÍ. Lárus er þriðji Heiðursforseti ÍSÍ. 

Gísli Halldórsson var kjörinn Heiðursforseti ÍSÍ árið 1994 eftir 18 ár sem forystumaður íþróttahreyfingarinnar. Hann var formaður Ólympíunefndar Íslands á árunum 1973-1994, en sat í nefndinni frá árinu 1951. Hann var forseti ÍSÍ frá 1962-1980. Gísla hlotnuðust marg­ar viður­kenn­ing­ar. Hann hlaut ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1963 og stór­ridd­ara­kross fálka­orðunn­ar 1974, heiðursorðu Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar 1983 og gull­orðu Heims­sam­bands Ólymp­íu­nefnda 2002 ef nefna á nokkrar.

Ellert B. Schram var kjörinn Heiðursforseti ÍSÍ á 68. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2006. Ellert var kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 1991 og gegndi því embætti til ársins 2006. Þar á undan var hann formaður Knattspyrnusambands Íslands í 16 ár. Ellert var sæmdur riddarakross Fálkaorðunnar árið 2001 fyrir störf í þágu íþrótta.