Guðni Th., Gunnar og Sigurður Ingi heiðraðir með Heiðurskrossi ÍSÍ
.jpg?proc=400x400)
Á öðrum þingdegi 77. íþróttaþings ÍSÍ voru þrír heiðraðir æðsta heiðursmerki ÍSÍ.Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ, ávarpaði þingið en framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti að heiðra þrjá Heiðurskrossi ÍSÍ.
Guðni Th. Jóhannesson
Sem sjötti forseti Íslands í átta ár gegndi Guðni einnig hlutverki verndara íþróttahreyfingarinnar. Guðni var einstakur bakhjarl íþrótta-hreyfingarinnar í embættistíð sinni, sinnti íþróttaviðburðum af natni og hvatti hreyfinguna sífellt áfram með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Guðni er hvergi nærri hættur að styðja við íþróttirnar í landinu og leggur ýmsum verkefnum enn lið.
Gunnar Guðmundsson
Gunnar hættir nú í dómstól ÍSÍ eftir að hafa starfað þar allt frá því að héraðsdómstólakerfið var lagt niður. Lengst af hefur hann verið dómsformaður. Hann hefur einnig starfað fyrir dómstig KSÍ um áratugaskeið. Hans framlag til málaflokksins er ómetanlegt.
Sigurður Ingi Halldórsson
Sigurður starfaði í 30 ár í dómstigum KSÍ, líkt og Gunnar, og um langt árabil í dómstóli ÍSÍ. Hans framlag til málaflokksins er ómetanlegt.
ÍSÍ óskar heiðurshöfunum innilega til hamingju með þökk fyrir ómetanlegt starf í þágu íþrótta í landinu.