Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.05.2025 - 22.05.2025

Ársþing HSV 2025

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
16

77. íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag

16.05.2025

 

Í dag, 16. maí, fer 77. íþróttaþing ÍSÍ fram á Berjaya Reykjavík Natura í Reykjavík. Þingsetning verður kl. 15:30.

Sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. sérsambönd og íþróttahéruð, eiga samtals rétt á 144 atkvæðisbærum fulltrúum á þinginu og til viðbótar á Íþróttamannanefnd ÍSÍ tvo atkvæðisbæra fulltrúa. Einnig mega þau íþróttahéruð sem eiga einungis rétt á einum þingfulltrúa tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til að sitja þingið. Áheyrnarfulltrúar eru aðeins með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Á seinni þingdegi, laugardaginn 17. maí verður kosið um forseta ÍSÍ og sjö meðstjórnendur til fjögurra ára. Lárus. Blöndal, forseti ÍSÍ, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem forseti.

Frambjóðendur til forseta ÍSÍ, í stafrófsröð:

Brynjar Karl Sigurðsson
Magnús Ragnarsson
Olga Bjarnadóttir
Valdimar Leó Friðriksson
Willum Þór Þórsson

Fjögur sækjast ekki eftir endurkjöri til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Það eru þau Hörður Þorsteinsson, Garðar Svansson, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Úlfur H. Hróbjartsson.

Frambjóðendur til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ til fjögurra ára, í stafrófsröð:

Ásmundur Friðriksson
Heimir Örn Árnason
Kári Mímisson
Sigurjón Sigurðsson
Trausti Gylfason
Tryggvi M. Þórðarson
Viðar Garðarsson
Þórdís Anna Gylfadóttir
Þórey Edda Elísdóttir

Kynningarefni, ferilskrá og mynd af frambjóðendum má finna hér

Fjölmörg mál liggja fyrir þinginu, alls 29 tillögur frá sambandsaðilum og Framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Allar upplýsingar um 77. íþróttaþing ÍSÍ má finna hér.

Fréttir verða sagðar af þinginu á miðlum ÍSÍ eins og kostur er.