Patrekur nýr svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu

Patrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu. Patrekur þekkir sannarlega vel til í íþróttahreyfingunni en hann á að baki 243 landsleiki í handbolta ásamt því að hafa þjálfað landslið og félagslið, bæði hérlendis og erlendis.
Patrekur er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er nú íþrótta- og rekstrarstjóri Stjörnunnar í Garðabæ. Hann mun hefja störf sem svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu þann 1. ágúst. Þar mun hann starfa við hlið Hansínu Þóru Gunnarsdóttur sem einnig er svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu.
Svæðisstöðvar íþróttahéraðanna
Starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraðanna eru sextán talsins um allt land og í öllum landshlutum. Hver svæðisstöð styður við íþróttahéruð á sínu svæði og hjálpar þeim að innleiða stefnu íþróttahreyfingarinnar og ríkisins í íþróttamálum.
Ein af áherslum svæðisstöðvanna er að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi, sérstaklega börn með fatlanir, frá tekjulægri heimilum og þau sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Hér má lesa meira um starfsemi svæðisstöðvanna.