Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

UMFN Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

29.04.2025

 

Ungmennafélagið Njarðvík fékk endurnýjun viðurkenningar sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins í félagssal UMFN mánudaginn 28. apríl síðastliðinn. Alls voru það fjórar deildir félagsins sem fengu viðurkenninguna að þessu sinni; knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, sunddeild og lyftingadeild-Massi. Það var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar. 

„Viðurkenningin Fyrirmyndarfélag ÍSÍ bætir og styrkir íþróttastarfið á öllum sviðum hjá félaginu. Hún gefur okkur tækifæri til að ná íþróttalegum markmiðum okkar og stuðlar að heilbrigðu félagsstarfi sem er okkur afar mikilvægt. Viðurkenningin hjálpar okkur að viðhalda góðum stöðlum, styrkir samfélagslega ábyrgð og stuðlar að jöfnum tækifærum“, sagði Hámundur Örn Helgason íþrótta- og framkvæmdastjóri UMFN af þessu tilefni.

Á myndinni eru frá vinstri;  Ólafur Bergur Ólafsson, Ingi Þór Þórisson, Halldór Karlsson, Hjalti Már Brynjarsson , Guðrún Pálsdóttir, Árný Derti Sverrisdóttir, Borghildur Ýr Þórðardóttir, Hafsteinn Hilmarsson, Þóra Kristín Hjaltadóttir, Kristleifur Andrésson og Hafsteinn Pálsson.