Framboð til forseta og framkvæmdastjórnar ÍSÍ
.jpg?proc=400x400)
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00.
Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Til að framboð teljist löglegt skal eitt ólympískt sérsamband og eitt héraðssamband/íþróttabandalag hafa lýst yfir stuðningi við framboðið. Þess má geta að frambjóðendur eru ekki fulltrúar viðkomandi sambandsaðila og allir stjórnarmenn ÍSÍ eru óháðir og fulltrúar allrar íþróttahreyfingarinnar.
Frambjóðendur til forseta ÍSÍ eru eftirfarandi (í stafrófsröð):
- Brynjar Karl Sigurðsson, (KSÍ/UÍA)
- Magnús Ragnarsson, (TSÍ/ÍBR)
- Olga Bjarnadóttir, (FSÍ/HSK)
- Valdimar Leó Friðriksson, (LSÍ/UMSK)
- Willum Þór Þórsson, (SSÍ/UMSK)
Frambjóðendur í sjö sæti meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ eru eftirfarandi (í stafrófsröð):
- Ásmundur Friðriksson, (KSÍ/ÍRB)
- Heimir Örn Árnason, (HSÍ/ÍBA)
- Kári Mímisson, (BTÍ/ÍBR)
- Sigurjón Sigurðsson, (HSÍ/UMSK)
- Trausti Gylfason, (SSÍ/ÍA)
- Tryggvi M. Þórðarson, (AKÍS/ÍBH)
- Viðar Garðarsson, (BLÍ/ÍBR)
- Þórdís Anna Gylfadóttir, (LH/UMSK)
- Þórey Edda Elísdóttir, (BLÍ/USVH)
Nánar er fjallað um kjör til framkvæmdastjórnar ÍSÍ í 17. grein laga ÍSÍ.