Vanda og Jón Karl í stjórn ÍBR

52. ársþing Íþróttabandalags Reykjavíkur, fór fram í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og voru viðstaddir þingið og var það vel sótt en 55 fulltrúar frá 19 íþróttafélögum innan ÍBR tóku þátt í að móta stefnu komandi ára.
Ingvar Sverrisson var endurkjörinn sem formaður ÍBR. Breytingar voru á stjórn ÍBR því þeir Benedikt Ófeigsson og Brynjar Jóhannesson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Vanda Sigurgeirsdóttir og Jón Karl Ólafsson voru kjörin ný í stjórn ÍBR. Nánari upplýsingar af þinginu má finna hér.
Ljósmyndirnar tók Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ.
Ársskýrsla ÍBR