Fulltrúi ÍSÍ við kennslu á Háskólanum á Hólum

Nemendur á þriðja ári við Hestafræðideild Háskólans á Hólum fengu fulltrúa ÍSÍ í heimsókn fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn.
Um var að ræða kennslu í ýmsum íþróttatengdum þáttum hvað varðar mat inn í menntakerfi ÍSÍ í þjálfaramenntun.
Nemendur á þriðja ári eru 11 og sátu allir fræðsluna sem boðið var upp á af hálfu ÍSÍ.
Það var Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sem sá um kennsluna eins og undanfarin ár. Á myndinni eru nemendur á þriðja ári hestafræðideildar.
Þau sem vilja kynna sér þjálfaramenntun ÍSÍ geta smellt hér.