Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Laufey nýr formaður Kraftlyftingasambandsins

07.04.2025

 

15. ársþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið sunnudaginn 30. mars. Þar lét Hinrik Pálsson af embætti formanns en hann var fyrst kjörinn formaður árið 2023. Laufey Agnarsdóttir er nýr formaður Kraftlyftingasambandsins en hún var ein í framboði og var því sjálfkjörin. Laufey var áður ritari sambandsins.

 

Auk Laufeyjar formanns skipa stjórnina þau Alex Cambray Orrason, Aron Ingi Gautason, Elín Melgar Aðalheiðardóttir, Ingimundur Björgvinsson, Kristleifur Andrésson og Þórunn Brynja Jónasdóttir. 

Kraftlyftingafólk ársins 2024 var heiðrað á ársþinginu en þau eru Sóley Margrét Jónsdóttir og Alexander Örn Kárason, bæði úr Breiðabliki. Stigahæstu liðin voru einnig heiðruð en í karlaflokki var það Kraftlyftingadeild Breiðabliks og Kraftlyftingafélag Reykjavíkur í kvennaflokki.

Sóley Margrét Jónsdóttir og Júlían J.K. Jónasson voru sæmd gullmerki Kraftlyftingasambandsins fyrir afrek sín og þá var heiðursmerki KRAFT afhent í fyrsta sinn en það fékk Auðunn Jónsson fyrir áralangt og óeigingjarnt starf í þágu kraftlyftinga.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri, og Valdimar Leó Friðriksson en Valdimar var jafnframt þingforseti.

Myndir með frétt