Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

Jón Halldórsson nýr formaður HSÍ

07.04.2025

 

68. ársþing Handknattleikssambands Íslands fór fram á Grand Hótel laugardaginn 5. apríl. Jón Halldórsson var kjörinn formaður HSÍ en hann var einn í kjöri og tekur við af Guðmundi B. Ólafssyni sem hafði verið formaður sambandsins frá árinu 2013.

Ný í stjórn HSÍ eru þeir Ásgeir Jónsson og Ásgeir Sveinsson.

Stjórn HSÍ skipa nú: Jón Halldórsson, formaður, Ásgeir Jónsson varaformaður, Sigurborg Kristinsdóttir, gjaldkeri, Bjarni Ákason, markaðnefnd, Guðríður Guðjónsdóttir, formaður landsliðsnefndar kvenna, Ásgeir Sveinsson, formaður landsliðsnefndar karla, Kristín Þórðardóttir, formaður mótanefndar, Inga Lilja Lárusdóttir, fræðslu- og útbreiðslunefnd og Ólafur Örn Haraldsson, dómaranefnd. Varamenn í stjórn HSÍ eru Haddur Júlíus Stefánsson, Harpa Vífilsdóttir og Helga Birna Brynjólfsdóttir.

Nánari upplýsingar um ársþing HSÍ má finna hér.