Guðmundur sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ

Guðmundur B. Ólafsson, fráfarandi formaður HSÍ, var sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi HSÍ sem fram fór á Grand Hótel laugardaginn 5. apríl.
Það voru þau Olga Bjarnadóttir og Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórin ÍSÍ sem veittu Guðmundi viðurkenninguna.
Þá var Guðmundur einnig sæmdur æðsta heiðursmerki HSÍ á krossi fyrir framúrskarandi störf sín fyrir HSÍ og handboltahreyfinguna síðustu áratugi. Guðmundur lét af störfum sem formaður HSÍ en hann var formaður sambandsins frá árinu 2013 en þar áður var hann varaformaður frá 2009-2013.
Jón Halldórsson var kjörinn nýr formaður HSÍ á ársþinginu.