Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ

Fjögur voru kjörin ný í stjórn KKÍ, þau Hugi Halldórsson, Jón Bender, Margrét Kara Sturludóttir og Sigríður Sigurðardóttur. Fyrir í stjórn eru þau Ágúst Angantýsson, Einar Hannesson, Guðrún Kristmundsdóttir, Herbert Arnarson og Heiðrún Kristmundsdóttir.
Ýmsar heiðursviðurkenningar voru veittar á þinginu, sjá nánari umfjöllun á samfélagsmiðlum KKÍ. Helena Sverrisdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og framlag til íslensks körfuknattleiks og fyrir að vera að auki leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 81 landsleik.Hafsteinn Pálsson og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sóttu þingið ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ, sem flutti þar ávarp.
Þingforsetar voru Pétur Hrafn Sigurðsson og Birna Lárusdóttir.
Ársskýrslu KKÍ og upplýsingar um tillögur sem teknar voru fyrir á þinginu má finna hér.