Íslandsleikarnir fara fram á Selfossi um helgina

Íslandsleikarnir verða settir á Selfossi á morgun og fara nú fram í annað sinn. Um er að ræða þriggja daga íþróttahelgi fyrir einstaklinga sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi og/eða eru með stuðningsþarfir. Á leikunum verða fimm íþróttagreinar í boði: fótbolti, körfubolti, handbolti, fimleikar og frjálsar. Allir þátttakendur geta tekið þátt í opnum æfingum í þessum greinum og einnig í mótum. Á æfingunum verða margir þjálfarar og er markmiðið að allir fái tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum.
Auk þátttöku í æfingum og keppni verður boðið upp á pizzuveislu, sundlaugapartý og VÆB strákarnir koma í heimsókn. Boðið verður upp á gistingu í skólastofu í Vallaskóla. Þátttökugjald er 5.000 krónur.
Samstarfsaðilar Íslandsleikanna í ár er Ungmennafélagið Selfoss og Selfoss Karfa, en framkvæmdaaðili er verkefnið Allir með sem er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF.