Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
18

Heiðrun á ársþingi USAH

17.03.2025

 

Ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga fór fram 16. mars sl. í matsal Húnaskóla á Blönduósi.

Þingið gekk vel fyrir sig og var ágætlega mætt. Á þinginu fluttu Halldór Lárusson og Sigríður Inga Viggósdóttir, svæðisfulltrúar svæðisstöðvarinnar á Norðurlandi vestra, kynningu á starfi og hlutverki svæðisstöðvanna, sem er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Svæðisstöðin á Norðurlandi vestra nær yfir starfssvæði USAH, USVH og UMSS.

Ekki var kosið um formann á þessu þingi en kosið var um nýja meðstjórnendur. Sjá upplýsingar um stjórn á heimasíðu sambandsins, www.usah.is. Gerðar voru breytingar á lögum sambandsins og einnig breytingar á reglugerðum.

Garðar Svansson meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd sambandsins og ávarpaði þingið við þingsetningu. Hann afhenti Brynhildi Erlu Jakobsdóttur varaformanni USAH Silfmerki ÍSÍ fyrir hennar góðu störf í þágu USAH og íþrótta innan vébanda þess. Brynhildur Erla hefur verið viðloðandi barna- og unglingastarf í knattspyrnud til fjölda ára, setið í stjórnum og nefndum íþróttafélaga og verið varaformaður sambandsins, svo eitthvað sé nefnt.

Veittar voru viðurkenningar af hálfu USAH til þriggja aðildarfélaga innan sambandsins, í tilefni af stórafmælum félaganna. Um er að ræða Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps sem fagnar 90 árum á árinu og svo Golfklúbb Skagastrandar og Golfklúbbinn Ós sem báðir fagna 40 árum á árinu. Formaður USAH, Snjólaug M. Jónsdóttir afhenti viðurkenningarnar.

Á meðfygjandi mynd eru Brynhildur Erla og Garðar en aðrar myndir sem fylgja eru af formanni USAH og forsvarsmönnum þeirra aðildarfélaga sem fengu glaðning í tilefni stórafmæla félaga.

Myndir með frétt