Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
13

Heiðrun á ársþingi KSÍ

13.03.2025

 

Ársþing KSÍ fór fram 22. febrúar síðastliðinn á Hótel Hilton Nordica. Þingið var fjölsótt og gekk vel. Skipan stjórnar, varastjórnar og landshlutastjórnar má sjá í frétt á heimasíður KSÍ.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði við setningu þingsins og afhentu þeir Andri og Hafsteinn Pálsson formaður Heiðursráðs ÍSÍ einnig tvær heiðursviðurkenningar fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ í upphafi þings.

Helgi R. Magnússon var sæmdur Gullmerki ÍSÍ en Helgi hefur átt sæti í Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ allt frá árinu 1991 eða í 34 ár samfellt.

Unnar Stefán Siguðsson fráfarandi stjórnarmaður KSÍ var sæmdur Silfurmerki ÍSÍ.  Unnar Stefán sat í stjórn KSÍ í fjögur ár og sinnti formennsku í ýmsum nefndum á vegum sambandsins. og 

Meðfylgjandi mynd er af heiðurshöfunum með framkvæmdastjóra ÍSÍ og formanni Heiðursráðs ÍSÍ og eins fylgir hér mynd af nýskipaðri stjórn KSÍ.

Myndir: Mummi Lú.

Myndir með frétt