Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Ráðstefnan Konur og íþróttir - Hvað segja vísindin?

27.02.2025

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna standa ÍSÍ, UMFÍ og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir: Hvað segja vísindin? Ráðstefnan fer fram í HR föstudaginn 7. mars 2025, hefst kl.13:30 og stendur til kl.16:00.

Þó að ráðstefnan sé um konur og íþróttir eða íþróttakonur sem viðfangsefni í rannsóknum, þá er hún ekki síður ætluð körlum enda eru þeir fleiri í þjálfara- og stjórnendastöðum í íþróttahreyfingunni.  ÍSÍ og UMFÍ héldu viðburð í tilefni sama dags í fyrra og ræddu þar um konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun íþróttafélaga. Núna skoðum við hvað fræðin segja okkur um konur og íþróttir og höfum fengið til liðs við okkur unga og efnilega vísindamenn úr hérlendum háskólum.

Dagskrána má sjá hér

Skráning á ráðstefnuna bæði í sal og í streymi má finna hér.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er laugardaginn 8. mars og er ráðstefnan haldin daginn áður. Dagurinn veitir kjörið tækifæri til að og fagna þeim framförum sem orðið hafa og líta fram á við.