Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Opið fyrir skil á starfsskýrslum

26.02.2025

 

Skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ er nú opið fyrir skil á starfsskýrslum vegna starfsársins 2024.

Síðustu vikurnar hafa staðið yfir prófanir á uppfærslum í skilakerfinu og er nú allt tilbúið fyrir starfsskýrsluskilin Vefslóð á skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ.

Í marsmánuði verður boðið upp á kynningu og fræðslu á skilum í kerfinu. Þegar nær dregur verða nánari upplýsingar um fyrirkomulag sendar á hvert hérað, ásamt hlekk á skráningarsíðu.

Starfsskýrsluskil þurfa að innihalda upplýsingar um félagsmenn og iðkendur á síðasta starfsskýrslutímabili, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2024, ásamt innslegnum lykilupplýsingum úr ársreikningum fyrir síðasta starfsár (2024) og upplýsingum um núverandi stjórn og starfsfólk. Einnig þarf að skila ársreikningi undirrituðum af stjórn og skoðunarmönnum á pdf-formi og núgildandi lögum á pdf- formi inn í kerfið. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ  og 7. grein laga UMFÍ þurfa allir sambandsaðilar, og félög innan þeirra vébanda, að skila inn starfsskýrslum fyrir 15. apríl ár hvert. 

Nánari upplýsingar gefur Elías Atlason, starfsmaður skilakerfis ÍSÍ og UMFÍ. 

Netfang: elias@isi.is