Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
21

ÍSÍ úthlutar tæpum 300 m.kr. í afreksstarf sérsambanda

18.02.2025

Á Fjárlögum ríkisins vegna ársins 2025 voru 637 m.kr. veittar til innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs og byggir sú fjárveiting á tillögum sem starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni afreksstjóra ÍSÍ skilaði af sér á vormánuðum 2024, en lesa má um þær tillögur í skýrslu starfshópsins.

Unnið er að innleiðingu á nýju fyrirkomulagi en uppfæra þarf regluverk íþróttahreyfingarinnar og ýmsa skipulagslega þætti samhliða því að setja í gang aðgerðir eins og fjallað er um í tillögum starfshópsins. Sumt af því mun þó þurfa að bíða eftir ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ sem fram fer í maí á þessu ári.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt að ráðstafa nú þegar tæplega 300 m.kr. af þessum fjármunum í afreksstarf sérsambanda og er þar verið að styðja við almennt landsliðs- og afreksstarf þeirra sem og stórmótaþátttöku sérsambanda á árinu 2025. Bætast þessar upphæðir við þann styrk sem úthlutað var úr Afrekssjóði ÍSÍ í lok síðasta árs vegna verkefna ársins 2025.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ fól Afrekssjóði ÍSÍ umsýslu með þessari styrkveitingu og byggir þessi úthlutun á tillögum Afrekssjóðs ÍSÍ og tillögum vinnuhóps sem skipaður var starfsfólki ÍSÍ ásamt hluta þeirra aðila sem skipuðu fyrrnefndan starfshóp.Áfram verður unnið að því að móta aðrar aðgerðir sem snúa að þessari innleiðingu og má þar nefna stuðning til afreksíþróttafólks og þjálfara vegna framfærslukostnaðar, stuðning vegna kostnaðarþátttöku landsliðsfólks í yngri landsliðum og að koma á fót Afreksmiðstöð Íslands sem mun hafa það hlutverk að styðja við faglegt starf sérsambanda ÍSÍ og þjónusta þau og íþróttafólk.

Úthlutunin til sérsambanda ÍSÍ er eftirfarandi:

SÉRSAMBAND

UPPHÆÐ

HSÍ

Handknattleikssamband Íslands

54.277.508

KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands

30.668.372

FSÍ

Fimleikasamband Íslands

28.387.403

KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands

24.600.000

SSÍ

Sundsamband Íslands

16.300.640

SKÍ

Skíðasamband Íslands

15.108.163

ÍF

Íþróttasamband fatlaðra

12.349.065

GSÍ

Golfsamband Íslands

12.030.091

FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands

9.491.334

LH

Landssamband hestamannafélaga

9.353.914

BFSÍ

Bogfimisamband Íslands

9.297.742

ÍHÍ

Íshokkísamband Íslands

8.431.094

KLÍ

Keilusamband Íslands

7.640.010

BLÍ

Blaksamband Íslands

7.241.460

LSÍ

Lyftingasamband Íslands

5.902.702

STÍ

Skotíþróttasamband Íslands

5.741.877

BSÍ

Badmintonsamband Íslands

5.653.942

SKY

Skylmingasamband Íslands

3.992.532

DSÍ

Dansíþróttasamband Íslands

3.740.000

HRÍ

Hjólreiðasamband Íslands

3.444.859

Klifursamband Íslands

3.282.697

TKÍ

Taekwondosamband Íslands

2.801.226

JSÍ

Judosamband Íslands

2.785.177

KAÍ

Karatesamband Íslands

2.510.003

MSÍ

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands

2.471.886

ÍSS

Skautasamband Íslands

2.068.654

ÞRÍ

Þríþrautarsamband Íslands

2.036.556

TSÍ

Tennissamband Íslands

1.948.286

BTÍ

Borðtennissamband Íslands

1.737.643

KRA

Kraftlyftingasamband Íslands

1.550.000

SÍL

Siglingasamband Íslands

1.360.490

HNÍ

Hnefaleikasamband Íslands

1.200.000

AKÍS

Akstursíþróttasamband Íslands

512.000

Alls:

299.917.326