Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
20

Kynning á hjólastólakörfubolta í Kringlunni

17.02.2025

 

Mikill fjöldi fólks fylgdist með kynningu á hjólastólakörfubolta í Kringlunni á laugardag. Tilefnið var tvíþætt, æfingar eru hafnar í hjólastólakörfubolta fyrir börn með fötlun hjá Fjölni og ÍR og svo er körfubolti ein af fimm greinum sem boðið verður upp á þegar Íslandsleikarnir fara fram á Selfossi í lok mars. Fyrirtæki og félagasamtök styrktu kaupin á hjólastólunum og sérfræðingar Marel smíðuðu festingar í kerru sem notuð er til að flytja stólana á milli staða. 

Landsliðsfólk í körfubolta keppti sín á milli í körfubolta í hjólastól en gestum og gangandi var líka boðið að taka þátt. Bræðurnir Matthías og Hálfdán í VÆB voru staddir í Kringlunni á sama tíma og skelltu sér í æsispennandi leik með nokkrum Kringlugestum. Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í Val, stýrði kynningunni með glæsibrag og lýsti keppninni.

Hjólastólakynningin var á vegum verkefnisins „Allir með”, sem er samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra (ÍF), Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Markmið þess er að auka þátttöku barna með sérþarfir í skipulögðu íþróttastarfi.
Kynningin vakti heilmikla athygli og var fjallað um hana í báðum fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Þar má sjá skemmtilegar myndir og viðtöl við Pálmar, Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóra „Allir með”, og fleiri.

Í mars verða Íslandsleikarnir haldnir á Selfossi og eru þeir ætlaðir þeim einstaklingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir. Nánar um Íslandsleikana hér.

Sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2

Sjá umfjöllun RÚV

Myndir með frétt