Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
20

Flott ungmenn sem eiga framtíðina fyrir sér!

16.02.2025

 

Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ og fyrrum framkvæmdastjóri sambandsins var í stóru hlutverki á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Hún er formaður EOC EYOF Commission sem hefur eftirlit með skipulagi og framkvæmd bæði Vetrar- og Sumarólympíuhátíða Evrópuæskunnar. Hátíðirnar, sem eru á forræði Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) eru haldnar annað hvert ár. Formannssætinu í EYOF Commission fylgir mikil ábyrgð enda að mörgu að hyggja fyrir svo stóran viðburð. Tryggja þarf að aðstæður séu góðar og að allir stóru þættirnir í undirbúningi og framkvæmd séu í lagi, svo sem matur, gisting, keppnismannvirki, ferðir á milli staða og svo mætti lengi telja.

Líney Rut er tengiliður stjórnar EOC og verkefnisins og flytur reglulega skýrslur um stöðu mála í stjórn EOC og á ársþingum samtakanna. Sem stjórnarmaður í EOC afhendir hún einnig verðlaun á hátíðunum og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem henni eru falin samhliða formannsembættinu í EYOF Commission.

Líney hefur átt sæti í stjórn EOC í átta ár, fyrst allra Íslendinga, og hefur boðið sig fram til endurkjörs til næstu fjögurra ára. Kosning í stjórn EOC fer fram á ársþingi samtakanna sem haldið verður um mánaðamótin febrúar/mars.

Þegar við heyrðum í Líneyju þá var hún að hendast á milli keppnisstaða til að styðja íslensku keppendurna:

„Ég er mjög ánægð með aðstæður hér í Georgíu. Það eru margir þættir sem þurfa að ganga upp í svona stóru verkefni og þeim hefur tekist vel upp hér  og allir mikilvægustu þættirnir hafa gengið að óskum. Íslenski hópurinn hefur verið til sóma, þetta eru flott ungmenni sem eiga framtíðina fyrir sér. Ég hlakka til að fylgjast með þeim næstu árin og vona að þetta sé upphafið að farsælum keppnisferli inn í fullorðinsárin.

Ólympíuhátiðirnar eru virkilega skemmtileg verkefni sem fela í sér einstakt tækifæri fyrir efnileg ungmenni í Evrópu, sem valin eru til þátttöku af viðkomandi sérsamböndum og Ólympíunefndum að etja kappi við jafnaldra sína frá öðrum löndum, spreyta sig í topp aðstæðum í krefjandi keppni og oft verður til falleg vinátta á milli þátttakenda sem endist út lífið".

Hátíðinni lýkur í dag en Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í júlí næstkomandi í Skopje í Norður-Makedóníu.

Myndir með frétt