Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
13

Frábærar aðstæður og flottur hópur!

12.02.2025

 

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ var viðstaddur setningu Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Bakuriani í Georgíu 8. febrúar sl. Hann fylgdist einnig með fyrstu keppnisdögum hátíðarinnar og þátttöku íslensku keppendanna. Einnig sótti hann viðburði á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) en á viðburðum sem þessum, þar sem leiðtogar úr flestum Ólympíunefndum í Evrópu mæta til, er reynt að nýta tímann til að ræða ýmis hagsmunamál sem brenna á hreyfingunni. Fulltrúar norrænna Ólympíunefnda funduðu einnig á fyrstu dögum hátíðarinnar.

„Hér hefur sólin skinið alla daga og veðurskilyrði verið framúrskarandi fyrir keppni í fjöllunum. Íslensku ungmennin sem taka þátt í hátíðinni standa sig mjög vel og eru flottir fulltrúar lands og þjóðar. Þau hafa spjarað sig vel hér í Georgíu og koma vonandi heim með frábæra reynslu í farteskinu. Það er krefjandi að keppa við sterka andstæðinga á stóru alþjóðlegu móti og það getur tekið á taugarnar. Því er reynslan dýrmæt og mun skila sér í næstu verkefni sem þau standa frammi fyrir. Vonandi ná þau einnig að víkka tengslanet sitt og kynnast jafnöldrum frá öðrum Evrópuþjóðum. Mér finnst alltaf skemmtilegt að sækja Ólympíuhátíðir Evrópuæskunnar og skynja tækifærin sem liggja í loftinu hjá öllu þessu flotta framtíðar afreksíþróttafólki sem þarna er saman komið", sagði Andri við komuna heim til Íslands aftur.

Myndir með frétt