Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
12

Viðburðarríkur dagur í Bakuriani

11.02.2025

 

Ísland tefldi fram keppendum í þremur íþróttagreinum á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag, í blíðskaparveðri.

Í morgun hófst keppni hjá alpagreinum í stórsvigi stúlkna. Erla Karitas Blöndahl Gunnlaugsdóttir náði 37. sæti á samanlögðum tíma 1:52.45 (+12.90), Kristín Sædís Sigurðardóttir náði 41. sæti á samanlögðum tíma 1:56.38 (+16.83) og Aníta Fjalarsdóttir náði 43. sæti á samanlögðum tíma 1:58.16 (+18.61). Sara Mjöll Jóhannsdóttir datt í fyrri ferð og féll úr keppni. Alls náðu 51 keppendur að ljúka keppni en 24 féllu úr keppni.

Jafnframt var keppt í 5 km skíðagöngu stúlkna. Árný Helga Birkisdóttir var á tímanum 19:23.3 (+4:34.6) og náði 53. sæti og María Kristín Ólafsdóttir var á tímanum 19:48.1 (+4:59.4) og náði 56. sæti. Alls voru 59 keppendur, en þrír keppendur kláruðu ekki brautina.

Síðan tóku drengirnir við í 7,5 km skíðagöngu en alls tóku þátt 69 keppendur. Hjalti Böðvarsson var á tímanum 23:01.5 mín (+3:16.5) og náði 47. sætinu, Eyþór Freyr Árnason var á tímanum 23:38.4 (+3:53.4) og náði 54. sæti, Stefán Þór Birkisson var á tímanum 24:04.3 mín (+4:19.3) og náði 56. sæti og Róbert Bragi Kárason var á tímanum 26:56.6 mín (+7:11.6) og náði 68. sæti. Alls luku 69 keppendur keppni.

Í síðustu keppnisgrein dagsins keppti Jökull Bergmann Kristjánsson í brettastíl á snjóbretti og náði 17. sæti af 33 keppendum. Tólf efstu komust áfram í úrslit.

Hægt er að nálgast úrslit hér.

Á morgun, 12. febrúar keppir Sædís Heba Guðmundsdóttir í stuttu prógrami á listskautum í Batumi. Keppnin fer fram kl. 10:00 - 15:00 á íslenskum tíma. 

Myndir með frétt