Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
11

Keppni lokið í stórsvigi í alpagreinum drengja

10.02.2025

 

Keppni hófst í dag í stórsvigi í alpagreinum drengja í sól og blíðu. Keppnin fór fram í Bakuriani Alpine Skiing Course sem er í 1.880 m hæð yfir sjávarmáli. Keppendur Íslands í greininni voru fjórir talsins, þeir Andri Kári Unnarsson með rásnúmer 55, Arnór Alex Arnórsson með rásnúmer 73, Eyvindur Halldórsson Warén með rásnúmer 75 og Ólafur Kristinn Sveinsson með rásnúmer 78.

Andri Karl náði 41. sætinu á samanlögðum tíma 1:44.80 (+7.06) og Arnór Alex náði 50. sæti á 1:48.20 (+10.49). Ólafur Kristinn náði ekki að klára fyrri ferðina og Eyvindur féll út í seinni ferð. Alls náðu 64 keppendur að ljúka keppni en 13 féllu út í fyrri ferðinni og 14 í þeirri seinni. Einn keppandi var dæmdur úr leik. Nánari upplýsingar um úrslit má finna hér.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi ÍSÍ fylgdust með stórsvigskeppninni og heilsuðu upp á hópinn. Eftir keppnina fóru þau á æfingasvæði keppenda í skíðagöngu og hittu á íslenska hópinn þar.

Á morgun, 11. febrúar, fer fram keppni stúlkna í stórsvígi í alpagreinum, í brettastíl (Slopestyle) á snjóbrettum, 5 km göngu stúlkna og 7,5 km göngu drengja í skíðagöngu. Viðburðirnir verða í beinu streymi á sjónvarpsrás EOC.

Myndir með frétt