Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
7

Upptökur af RIG ráðstefnunni

06.02.2025

Fyrirlestrar frá ráðstefnunni "Meira eða minna afreks?" sem fram fór í HR fyrir um hálfum mánuði síðan eru nú aðgengilegir á þessum tengli.

Á ráðstefnunni var einblínt á snemmtæka afreksvæðingu barna og ungmenna í íþróttum og áhrif hennar á ungt fólk. Fjallað var um hvenær sérhæfing barna og ungmenna í íþróttum eigi að hefjast, hvernig hægt sé að móta framtíðar afreksfólk án þess að fórna leikgleðinni og hvort að börn sem skara fram úr á barnsaldri verði endilega afreksfólk sem ungmenni eða fullorðin. 

Silja Úlfarsdóttir stýrði ráðstefnunni, en að henni stóðu Háskólinn í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.