Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Opinn fundur menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkur

22.01.2025

 

Föstudaginn 24. janúar nk. stendur menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur fyrir opnum fundi um fjármál og starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 09:00 til 11:30.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1.    Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs - Áskoranir og leiðir til lausna.
2.    Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri ÍTR – Fjármál íþróttafélaga -Horft í baksýnisspegillinn og fram á veginn.
3.    Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður Fjölnis - Verkefni nýs formanns.
4.    Ingvar Sverrisson formaður ÍBR og Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri ÍBR - Rekstur íþróttastarfs – í hvað fara peningarnir?- Hver eru efnahagsáhrifin?
5.    Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR – Sjálfboðaliðar í félögum.
6.    Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ – Íþróttastarf á Íslandi – áskoranir í nútíma samfélagi.
7.    Viðbrögð við erindum og umræður. 
8.    Pallborðsumræður.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttakona, stýrir umræðum.