Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18

Nýr bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar

16.01.2025

 

Árlega gefur Alþjóðaeftirlitsstofnunin (WADA) út lista sinn yfir efni og aðferðir sem bönnuð eru. Listinn tók gildi 1. janúar 2025 á má sjá með því að smella hér. Auk þess gefur WADA út sérstakan eftirlitslista yfir efni sem ekki eru bönnuð en fylgst er sérstaklega með notkun á. Þann lista má sjá hér. Breytingar á bannlistanum á milli ársins 2024 og 2025 má finna hér.

Hægt er að fletta upp efnum til að athuga hvort þau séu á bannlista WADA inni á heimasíðu Global Drug Reference Online. Ath! Slegið er inn heiti efnisinseða í sumum tilfellum lyfsins, á því tungumáli sem valið er.

Lyfjaeftirlit Íslands (LÍ) sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi. Lyfjaeftirlitið starfar samkvæmt reglum Alþjóðaeftirlitsstofnunarinnar (WADA). Á heimasíðu LÍ má finna ýmsar upplýsingar er tengjast lyfjaeftirliti, reglum og fræðslu.